Back to All Events

Lifi ljósið, fræðsla og upplifun með Jóni Lúðvíks

  • Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja 13 Víkurbraut Keflavík, Reykjanesbær, 230 Iceland (map)

"Lifi ljósið"
fræðsla og upplifun með Jóni Lúðvíks

"FRÍTT INN FYRIR ALLA"
Til að komast inn þarftu að mæta.
Gefa þig fram við gjaldkera og þú færð miða fyrir happdrættið.

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja elskar að gefa og einnig Jón Lúðvíks.

Jólin eru a næsta leiti og þá búum við til fallega kærleiksríka stund í anda ljós og friðar.

Hverju máttu búast við á þessu kvöldi.
Þú getur verið viss um að þú munt skemmta þér og hlægja þegar Jón Lúðvíks er annarsvegar.
Fræðsla um hvað andleg mál eru einföld og mun Jón sýna í verki samskipti með skyggnilýsingu og veita fræðslu um tengingu við orkuna.
Hægt er að koma með spurningar um flest allt sem tengist orkunni.
Þú þarft ekki að spurja um neitt mátt sitja og njóta þess að vera í orkunni.

Jón Lúðvíks er ekki bara Jólabarn hann er líka afmælisbarn og í tilefni þess að stutt er í afmælið hans þá mun hann draga út 3 aðila sem fá frían einkatíma hjá honum.
Allir sem mæta fá númeraðan miða við inngang og verður dregið úr þeim miðum

Endilega komdu og vertu með okkur að njóta og upplifa.
Tilgangur okkar er að hafa stund sem fólk labbar út með sanna jolaandann í hjartanu. Hlökkum til að sjá þig.

LIFI LJÓSIÐ

Previous
Previous
5 December

Aðventukvöld

Next
Next
4 January

Transheilunar- námskeið með Ásthildi