Ásthildur Sumarliða leiðir námskeið fyrir þá sem vilja læra transheilun og fjarheilun.
Byrjað er báða dagana á hugleiðslu sem mun efla jarðsamband þitt og samtarf við þína verndara og leiðbeinendur er koma að þinni andlegu vinnu og heilunarstarfi.
Námskeiðið felst í fræðslu, leiðsögn, æfingum tengdum Transheilun og fjarheilun.
Kennt verður í húsnæði félagsins frá kl 13:00 - 17:00 fyrri daginn og frá kl 10:00 - 16:00 með klukkutíma hádegis hléi seinni daginn.
Námskeiðsgjald er 25.000,-
Skráning á heimasíðu https://www.srfsn.is/namskei .
Ásthildur hefur unnið með transheilun frá 2007. Hún er sambands- og spámiðill, OPJ meðferðaraðili og Reiki meistari. Hún var í þjálfun í transmiðlun frá 2007-2019 ásamt því að hafa sótt nokkur transheilunar námskeið og tansmiðlunar námskeið í Arthur Findlay skólanum í Bretlandi.
Ásthildur hefur taldið ýmis námskeið eins og "Þjálfun miðilshæfileikans", "Spáðu í spilin þessi gömlu góðu" og "Transheilunarnámskeið".