Back to All Events

Hugleiðsla - yin yoga & heilun 2 af 4

  • Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja 13 Víkurbraut Keflavík, Reykjanesbær, 230 Iceland (map)

Fimmtudaga kl. 18 hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja.

Við byrjum eftir ljósanótt 11. september og er námskeiðið í fjórar vikur í senn og kostar kr. 10,000.- Tímarnir eru í um 1-1,5 klst.

Skráning á námseið: https://www.srfsn.is/namskei



Yin yoga er mjúkt yoga þar sem við erum lengi í yogateygjum og notum hjálpartæki eins og kubba og púða til að styðja. Við förum eins langt í teygjur og við komumst, hvar á sínum hraða. Það er mikilvægt að ná slökun í stöðunni og vera eins lengi og maður getur og vill, án þess að finna til eða fara of langt. Við hlustum á líkamann og berum virðingu fyrir honum. 



Við byrjum tímann á því að kjarna okkur og koma á staðinn. Fáum okkur ilmkjarnaolíu til að opna orkustöðvarnar, skönnum aðeins líkamann og finnum hvað hann er að segja okkur, hlustum á og tengjumst okkar æðra sjálfi. 



Tíminn skiptist í hugleiðslu, yin yoga teygjur og heilun. Við tökum góða slökum á milli yin yoga æfinga til að sjá hvað æfingin gerir fyrir okkur og líkamann. Í yogateygjum erum við að opna orkustöðvarnar. Í lokin eru góð slökun (savasana), þar sem allir fá heilun í gegnum létta snertingu eða í gegnum tónheilun. Þeir sem vilja draga spil í lok tímans. 



Endilega taktu þína eigin yoga mottu með ef þú átt. Annars erum við með mottur, púða og kubba á staðnum. Gott er að taka með sér vatnsflösku. 



Sara Dögg lauk yin yoga kennaranámi í byrjun árs 2025 og hefur lokið stigi I og II í Reiki heilun. Sara Dögg er einnig að læra fyrri lífs dáleiðslu. Sara Dögg hefur einnig lokið námskeiði í þróun miðilshæfileikans hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja 2023 og hefur spáð í stjörnuspeki og lesið í tarot síðan á unglingsárum. 


Previous
Previous
16 September

Hugleiðslu og heilunarstund

Next
Next
20 September

Reiki 1. Námskeið með Dagbjörtu Magnúsdóttur (fyrri dagur)