Back to All Events

Námskeið í heilun Reiki 2. með Dagbjörtu Magnúsdóttur (fyrri dagur)

  • Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja 13 Víkurbraut Keflavík, Reykjanesbær, 230 Iceland (map)

Heilunarorkan er innra með okkur öllum og með því að læra reiki erum við að efla þennan kraft. Við lærum að tengjast inn á alheims kærleikan og miðla honum til okkar sjálfra með sjálfsheilun og annara með fjarheilun eða heilun á bekk. Nám í heilun eflir innsæið, næmni okkar og skynjun, heilun er góður grunnur í allri andlegri iðkun, hvort sem við viljum vinna með aðra eða efla okkur sjálf og öll viljum við efla kærleiksljósið innra með okkur.    

 Námi í Reiki er skipt upp í Reiki eitt, tvö, þrjú og meistarastig, hvert stig er ein helgi eða ca.8 kls

Reiki I. Er grunnur fyrir alla heilunar vinnu, farið er í hugleiðslu, kennt að tengjast leiðbeinendum og heildarorkunni og  vinna með hana fyrir okkur sjálf og aðra, fræðumst um orkustöðvarnar og vinnum með þær. Farið verður í uppruna Reikis, og möguleika þess til heilunar,förum í gegnum Reiki 1. vígslu og fl.

Reiki II. Er kennd fjarheilun og farið er í hin þrjú tákn annars stigs reikis  og tilgangur þeirra skírður, farið í reiki II vígslu og fl. Eftir þetta stig er hægt að byrja að vinna sem heilari.

Reiki III. Er farið dýpra í að vinna sem heilari með æfingum á bekk og farið í trans heilun. Reiki  III táknið kynnt og farið í reiki III vígslu og fl..

 Meistarastig.  er vígsla inn á meistara og  veitir kennsluréttind

verð kr 25.000 fyrir hvert stig

Innifalið í verði  eru  kennslugögn og viðurkenningarskjöl, kaffi og léttar veitingar  meðan á námskeiðinu stendur

skráning: https://www.srfsn.is/namskei eða í síma 768-3348

Dagbjört  hefur sótt fjölda námskeiða í andlegum málum, farið til  Arthur Findlay Spiritualist college í  transmiðlun, kennt Reiki í 10 ár, sjálfsdáleiðslu frá 2016, verið með transþróun, kennir jóga, auk þess að bjóða upp á einkatíma hjá félaginu á miðvikudögum í heilun, meðferðardáleiðslu og svæðanuddi.

Previous
Previous
8 May

Aðalfundur 2025

Next
Next
11 May

Námskeið í heilun Reiki 2. með Dagbjörtu Magnúsdóttur (seinni dagur)