Gefum okkur tíma í amstri desembermánaðar að staldra aðeins við og líta inná við.
Við byrjum á því að fá okkur ilmkjarnaolíu sem tengdar eru við fæðingu Jesú og almættið eins og frankensence, myrru og kanil. Við ætlum að minna okkur á hinn sanna boðskap jólanna og finna glaða barnið í okkur sem hlakkar til jólanna.
Förum inná við með hugleiðslu og finnum innri frið, þakklæti og virkjum Kristsorkuna sem er svo sterk í desember.
Við gerum yin yoga teygjur sem styðja við hugleiðsluna og opnun. Við leggjum áherslu á höfuðstöðina sem tengir okkur almættinu, okkar æðra sjálfi, englum, for- feðrum og mæðrum ásamt leiðbeinendum.
Við ljúkum tímanum með góðri slökun þar sem við fáum heilun með fallegum óm rósakvars-söngskála og Reiki-heilun með léttri snertingu.
Við endum tímann með því að draga spil og fá okkur gott jólate.
Förum endurnærð inn í jólin.
Verð: 3.750,-
Skráning á námseið: https://www.srfsn.is/namskei
Yin yoga er mjúkt yoga þar sem við erum lengi í yogateygjum og notum hjálpartæki eins og kubba og púða til að styðja. Við förum eins langt í teygjur og við komumst, hvar á sínum hraða. Það er mikilvægt að ná slökun í stöðunni og vera eins lengi og maður getur og vill, án þess að finna til eða fara of langt. Við hlustum á líkamann og berum virðingu fyrir honum.
Við byrjum tímann á því að kjarna okkur og koma á staðinn. Fáum okkur ilmkjarnaolíu til að opna orkustöðvarnar, skönnum aðeins líkamann og finnum hvað hann er að segja okkur, hlustum á og tengjumst okkar æðra sjálfi.
Tíminn skiptist í hugleiðslu, yin yoga teygjur og heilun. Við tökum góða slökum á milli yin yoga æfinga til að sjá hvað æfingin gerir fyrir okkur og líkamann. Í yogateygjum erum við að opna orkustöðvarnar. Í lokin eru góð slökun (savasana), þar sem allir fá heilun í gegnum létta snertingu eða í gegnum tónheilun. Þeir sem vilja draga spil í lok tímans.
Endilega taktu þína eigin yoga mottu með ef þú átt. Annars erum við með mottur, púða og kubba á staðnum. Gott er að taka með sér vatnsflösku.
Sara Dögg lauk yin yoga kennaranámi í byrjun árs 2025 og hefur lokið stigi I og II í Reiki heilun. Sara Dögg er einnig að læra fyrri lífs dáleiðslu. Sara Dögg hefur einnig lokið námskeiði í þróun miðilshæfileikans hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja 2023 og hefur spáð í stjörnuspeki og lesið í tarot síðan á unglingsárum.

