Back to All Events

HEIM Í HJARTAÐ MEÐ HEIÐRÚNU / Cacao seremónía í Reykjanesbæ

  • Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja 13 Víkurbraut Keflavík, Reykjanesbær, 230 Iceland (map)

CACAO SEREMÓNÍA OG TÓNHEILUN FÖSTUDAGINN 24. OKTÓBER KL. 18 - 20:30 Í SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGI SUÐURNESJA, REYKJANESBÆR

Skráning á viðburð: https://www.srfsn.is/namskei

Vertu velkomin/nn í einlæga og hjartaopnandi cacao seremóníu þar sem þú verður leidd/ur inn á við í djúpa hlustun á hjartað. Þetta er þinn tími til að staldra við í öruggu umhverfi til að næra hjartað, hugann og líkamann. Í þessari stund vinnum við með cacao plöntunni, einföldum öndunaræfingum, leiddri hugleiðslu og tónheilun.

Cacao plantan er magnaður og mjúkur kennari sem hjálpar okkur að tengjast, opna fyrir dýpri skynjun og hleypa inn meira ljósi í lífið.

Í hröðu nútímalegu samfélagi eigum við til að gleyma okkur í áreiti, samanburði og skoðunum annarra. Hér í þessum stundum einblínum við á hjartatenginguna okkar, innri hlustun og samstillingu við eigin náttúru takt. 

Það að opna hjartað okkar opnar fyrir dýpri nánd við lífið og eykur þannig vellíðan, frið og gleði í hversdagsleikan.

HVAÐ ER CACAO SEREMÓNÍA?

Við opnum stundina með því að drekka Ceremonial Grade Cacao frá regnskógi Guatemala. Þaðan ferðumst við dýpra inná við í gegnum djúpa leidda hugleiðslu, dýpri öndun og tónheilun.

CACAO THEOBROMA

Er kallaður drykkur guðanna í Mayan ættbálkum suður Ameríku. Þessi drykkur er jafnframt stútfullur af andoxunarefnum, steinefnum, vítamínum og er talinn magnesíum ríkasta planta jarðarinnar. Það hefur bæði slakandi áhrif á hug og hjarta og hjálpar þannig að fara í hugleiðsluástand til að fara dýpra inná við í hvíld, mýkt, kyrrð og hlustun. Þú getur lesið meira um cacao HÉR .


TÓNHEILUN OG SLÖKUN

Í tónheilun er notast við tíðni, hljóma og tóna til að færa okkur í dýpri slökun, jafna orkuflæði líkamans og bæta líkamlega og tilfinningalega vellíðan. Tónheilun getur losað um djúpa streitu og kvíða, róað og nært taugakerfið, bætt svefn, losað um verki, aukið vellíðan og hjálpað líkamanum að heila sig.

Hér ferðumst við djúpt í vitundina og leyfum tónunum að leiða okkur í innra ferðalag.


Það sem þú átt kost á að upplifa:

Samhæfingu á milli hugans og hjartans

Endurræsingu á lífskrafti

Dýpri tengingu við sjálfan þig og æðri mátt

Tilfinningalosun

Sterkara innsæi og dýpri innsýn

Dýpri skynjun og tenging við líkamann

Djúpa slökun og hvíld

Innri hamingju og frið

Dýpri gleði, fegurð og friður í hversdagsleikanum

Mælst er með mæta reglulega fyrir dýpri upplifun og áhrif. Flestir finna áhrifin endast í nokkra daga eða lengur.


PRAKTÍSK ATRIÐI

Frá kl. 18 - 20:30

Verð 6.000 kr.

Hvað þarftu meðferðis eða að vita fyrir stundina: 

Vertu í þægilegum og mjúkum fatnaði

Mælst er með að fasta 1,5 - 2 klst fyrir stundina svo þú sért tiltölulega létt/ur í maga í upphafi athafnar

Sleppa mjólkurafurðum og koffíni fyrir stundina

Ef þú ert með hjartasjúkdóm, á þunglyndis- eða kvíðalyfjum er nauðsynlegt að láta Heiðrúnu vita fyrirfram.

TAKMARKAÐ PLÁSS - NAUÐSYNLEGT AÐ SKRÁ SIG

Skráning á viðburð: https://www.srfsn.is/namskei

Heiðrún María hefur starfað sem jógakennari, heilari og rýmis haldari síðan 2019. Hún leiðir reglulega viðburði, cacao seremóníur, námskeið og náttúru retreat allt með þann einlæga ásetning að bjóða uppá örugg, falleg og heilandi rými að opna hjartað og endurvekja sanna sjálfið. Hún hefur ferðast víða um heiminn til að læra með kennurum og meisturum um jóga (400 klst. YTT vinyasa og yin yoga), qi gong (Nicolai Engelbracht), orku heilun (Empath Training, Emotion Code, Body Code), heilög plöntu meðal (Keith Wilson, Júlía Óttars), tónheilun og öndun (Metatronic Breathwork). Þú getur kynnst Heiðrúnu betur og hvað hún býður uppá inná www.heidrunmaria.com

Previous
Previous
23 October

Hugleiðsla - yin yoga & heilun 3 af 4

Next
Next
25 October

Reiki 3. Námskeið með Dagbjörtu Magnúsdóttur (fyrri dagur)