Spáðu í spilin helgarnámskeið
Spáðu í spilin – þau gömlu góðu verður 4. Oklóber, kl. 13:00 - 17:00 og 5. Oktober, kl. 10:00 – 16:00
Á þessu helgarnámskeiði munum við kenna þátttakendum hvaða merkingu spilin hafa, ásamt lögnum, fræðslu og æfingum.
Kennt er að lesa í þessi gömlu góðu í 52 spila stokknum og Þeir sem ná góðum tökum á þessari aðferð geta lesið í fortíðina, núverandi aðstæður og framtíðina, fyrir þann sem lagt er fyrir hverju sinni.
Báðir dagarnir byrja á leiddri hugleiðslu, hún stuðlar að betri tengingu við spilin og eflir næmni.
Ásthildur og Ragnhildur munu segja frá merkingu spilanna, kenna lagnir og stýra æfingum.
Allir nemendur á námsskeiðinu fá gögn um merkingu spilanna og hvernig þau eru lögð.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja https://www.srfsn.is/namskei eða í síma: 768-3348
Verð: 25.000
Ásthildur hefur verið næm frá barnæsku og hún byrjaði að lesa í venjulegu spilin á unglingsaldri. Hún hefur verið í transmiðilsþjálfun frá 2007-2019.
Ásthildur er Opj. þerapisti, Reikimeistari og hefur farið á nokkur námskeið í Arthur Findlay College tengt miðlun, transmiðlun og transheilun.
Ásthildur hefur haldið ýmis námsskeið hérlendis og erlendis, tengt miðlun og heilun og verið með vökumiðlun.
Ragnhildur hefur alltaf haft áhuga á andlegum málum og verið skyggn frá barnsaldri. Hún hefur verið í transþjálfun, heilun, bænahringjum,
Hún hefur sótt fjölmörg námskeið á Íslandi hjá breskum og íslenskum miðlum og hefur auk þess tekið ýmis námskeið erlendis eins og t.d við Arthur Findlay College í Stansted Hall. Hún lært á allskyns spil, bolla, hlutskyggni, vökumiðlun, reiki, opj, fjarheilun
Ragnhildur er með Þróunarhóp hjá félaginu og hefur haldið helgarnámskeið bæði í Noregi og á Íslandi.