Back to All Events

Fyrirlestur um astralferðalög og utnalíkama reynslur.

  • Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Víkurbraut Keflavík, Reykjanesbær, 230 Iceland (map)

Fyrirlestur um astralferðalög og utanlíkama reynslur með Gísla Guðmundssyni 12. Nóvember kl 20:00.

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvað gerist þegar við förum út fyrir líkamann í svefni eða djúpri hugleiðslu? Eða hvernig við getum skoðað aðra veruleika í gegnum draumvitund? Þá er þessi fyrirlestur fyrir þig.

Ég. Gísli Guðmundsson er stjórnarmeðlimur í Sálarannsóknarfélagi Íslands og tölvunarfræðingur, ætla að deila með ykkur minni innsýn í þessa heillandi heima. Í mínu starfi legg ég áherslu á vísindalega nálgun, en stundum skortir okkur tæknina til að framkvæma rannsóknir á vissum sviðum. Þá þurfum við að byggja á kenningum og skilningi okkar á eðlisfræði til að kanna þessi óvenjulegu fyrirbæri.

Í þessum fyrirlestri mun ég fjalla um hvernig fólk hefur upplifað sig fara út fyrir líkamann, hvaða fyrirbæri má sjá í astralheiminum, og hvernig þessi reynsla getur tengst öðrum veruleikum og jafnvel verum sem gætu verið utan okkar hefðbundnu skilnings – verur eða vitundir úr öðrum víddum. Einnig mun ég skoða rannsóknir á astralferðalögum, þar á meðal rannsóknir Monroe Institute, þar sem astralplanið var rannsakað ítarlega, og Stargate-áætlun CIA, sem rannsakaði þessa reynslu sem hluta af leynilegum rannsóknum á fjarvitund og fjarútsýn.

Eftir fyrirlesturinn verður tími fyrir opnar umræður og spurningar þar sem við getum skoðað þessar hugmyndir frekar og deilt eigin hugsunum og reynslu.”

Verð 2000kr

Frítt fyrir félagsmenn

Þriðjudagurinn 12.nóvember

Klukkan 20:00

Húsið opnar 19:30.

Hlökkum til að sjá ykkur

Previous
Previous
10 November

Þróunarhópur með Jóni Lúðvíks. Þín þróun þitt öryggi. 1 af 4

Next
Next
13 November

Trans miðlunar og heilunar námskeið 5 af 8